Farskóli FÍSOS hefur verið haldinn á hverju ári síðan 1989. Farskólinn er mikilvægur vettvangur endurmenntunar og samstarfs meðal íslenskra safna. Á hverju hausti hittast safnmenn, bera saman bækur sínar, skoða hvað er verið að gera á landinu í safnamálum og styrkja sín tengslanet. Á farskólanum er aðalfundur félagsins haldinn, kosið er í stjórn og málefni FÍSOS rædd. Síðast en ekki síst er árshátíð haldin á hverjum farskóla en hennar er alltaf beðið með mikilli eftirvæntingu.